Börnin á Hólmavík létu sitt ekki eftir liggja á öskudaginn og skemmtu sér og öðrum með söng og fagnaðarlátum allan liðlangan daginn. Margir klæddust grímubúningum og fóru síðan um bæinn í hópum og heimsóttu fyrirtækin þar sem þau fengu sælgæti í skiptum fyrir söng. Vinsælasta lagið virtist vera Maístjarnan og svo var lagið Til hamingju Ísland líka vinsælt. Í félagsheimilinu var grímu- og öskudagsball á vegum foreldrafélaga leikskólans og grunnskólans þar sem kötturinn var sleginn úr tunnunni við mikinn fögnuð.
Ljósm. Jón Jónsson og Ester Sigfúsdóttir