25/11/2024

Hlýindi á Ströndum

Það hefur verið hlýtt í veðri á Ströndum sem annars staðar á landinu frá 22. janúar og mjög hlýtt undanfarna þrjá daga, eins og nánar má fræðast um á fréttavefnum www.litlihjalli.it.is. Hiti á veðurstöðinni í Litlu-Ávík komst í 9,3 stig í gær, enn þá var fyrst hægur vindur af suðlægum áttum, en seinnipartinn var farið að hvessa af suðri og komin hvöss sunnanátt kl. 18:00. Hitinn var þá  9 stig og var mjög reikandi yfir daginn og fór niðrí 5,9 stig. Jörð er að verða auð niður við sjóinn í Árneshreppi. Þetta hlýtur að teljast mjög góður hiti á þorra.