30/10/2024

Kollafjarðarnes líklega auglýst

Í fréttatilkynningu frá Landbúnaðar-ráðuneytinu kemur fram að Kollafjarðarnes á Ströndum er meðal jarða á forræði ráðuneytisins sem líklegt er að auglýstar verða til sölu á frjálsum markaði á árinu. Heimild var veitt í fjárlögum bæði fyrir 2005 og 2006 til að selja jörðina, en hún hefur þó ekki verið auglýst enn. Ríkiskaup munu annast auglýsingu og leita eftir tilboðum í þær jarðir á forræði landbúnaðarráðuneytisins sem fara munu á frjálsan markað. Tilkynningu ráðuneytisins má nálgast á þessari slóð.