22/11/2024

Undur veraldar – önnur tilraun

Ritnefnd strandir.saudfjarsetur.is tók þá ákvörðun á löngum og ströngum fundi sem stóð fram á nótt að láta reyna á töframátt þess að tilnefna mannanna verk á Ströndum í vefkosningu um helstu undur veraldar. Eins og menn muna var hlaðan í Skeljavík rifin daginn eftir að ákveðið var að tilnefna hana á listann, en óvíst er hvort um tilviljun eða töfra var að ræða. Í ljósi þessara atburða ákvað ritnefnd að hefja nú baráttu fyrir því að hið víðáttumikla umhverfislistaverk í Réttarvíkinni utan við Víðidalsá komist á nefndan lista yfir helstu undur veraldar. Í þessari fallegu vík, í kring um gömlu hlöðnu réttina, er umhverfislistaverk sem eftir er tekið. Blasir það við í sama mund og útsýni opnast til Hólmavíkur er menn koma norður Strandir og er vinsælt myndefni. Syrpan hér að neðan er reyndar hluti af fyrirhugaðri ljósmyndasýningu sem ber vinnuheitið Hólmavík í baksýn

Hólmavík í baksýn – ljósm. Jón Jónsson