Nú gefst heimbyggðinni kostur á að kjósa helstu undur veraldar. Kosningin fer fram á netinu og þar er gefnir möguleikar á að kjósa á milli fjölbreyttra mannvirkja, flest af því eru kirkjur, hof og minnisvarðar. Kínamúrinn er nú efstur á listanum og í öðru sæti er Patala höllin í Indlandi og í því þriðja er Taj Mahal. Einnig má benda á önnur mannvirki og verða úrslit kynnt í janúar 2007. Líklegt hlýtur að teljast að hlaðan við hesthúsin í Skeljavík á Hólmavík verði tilnefnd og skori hátt í kosningunni, enda er það oft talið áttunda undur veraldar af heimamönnum hvernig hún stendur enn af sér öll stórviðri. Kjósa má á vefslóðinni http://cms.n7w.com/index.php?id=53.
Áttunda undur veraldar – ljósm. Jón Jónsson.