25/11/2024

Hlýindi framundan

Áframhald ætlar að vera á hlýinda- og hálkutíð á Ströndum á meðan afganginn af svellum tekur upp, því nú spáir suðvestan og vestan 13-23 m/s og skúrum eða éljum á Ströndum á morgun. Hvassast verður á annesjum og hitinn verður á bilinu 0 til 3 stig. Hita á bilinu 2-9 stigum og suðlægum og vestlægum áttum er síðan spáð alla næstu viku. Flughált er á vegum úr Bjarnarfirði norður að Gjögri og hálka eða hálkublettir á vegum annars staðar.