22/11/2024

Heimsins ljótasti hundur er dauður

Heimsins ljótasti hundur síðustu þriggja ára er dauður, fimmtán ára að aldri. Hundurinn sem hét Sam og bjó í bandaríska fylkinu Kaliforníu var af kínverskum ættum og fæddist svo hryllilega ljótur að eftir var tekið alla hans ævi. Þrátt fyrir mikinn ljótleika þá fékk hann ævinlega konunglega meðferð eftir að hann vann titilinn fyrsta árið. Sámur lifði ekki á neinu trosi síðustu æviárin, en meistarakokkar Kaliforníu sáu um að elda ofan í hann og hann drakk eingöngu fyrsta flokks hreinsað vatn af flösku. Í fréttaskeyti Reuter segir að ekki hafi Sámur aðeins litið út eins og kóngur heldur fengið alla meðferð í samræmi við það.

Sámur þótti ótrúlega ljótur hundur, en flestar tennur í skoltum hans voru brotnar og hinar ljótar með afbrigðum. Auk þess að feldur Sáma var nánast hárlaus þá var hann með með innstæða bringu og liturinn á honum minnti meira á hundaskít en spendýr og hann lyktaði eftir því. Engu að síður fékk Sámur litli konunglega útför þar vestra og hundruðir vina hans fylgdu honum síðasta spölinn í grafreitinn, þar sem hann fékk legupláss í sérbyggðu grafhýsi úr thailensku graníti.

Þeir láta ekki að sér hæða í Ameríku.


Sammi þótti viðbjóðslega ljótur, og græddi fúlgur fjár á því.