Bændahátíð sem átti að vera í Sævangi í kvöld hefur verið aflýst vegna ónógrar þátttöku. "Skráningin byrjaði ágætlega, en svo kom nánast ekkert í viðbót seinni part vikunnar og frekar að menn heltust úr lestinni," segir Jón Jónsson framkvæmdastjóri Sauðfjársetursins. "Okkur finnst leiðinlegt að aflýsa vegna þeirra sem þó ætluðu að mæta. En við mætum bara tvíefldir til leiks á næsta ári og þá á öðrum tíma og reynum líklega jafnframt að víkka út markhópinn sem höfðað er til með Bændahátíðinni. Fólki hefur fækkað umtalsvert hér í sveitunum og menn hafa heldur ekkert yngst síðustu árin. Aðstæður hafa þannig breyst töluvert á þessum fimm árum sem liðin eru frá því við endurvöktum hátíðina og við verðum bara að vinna í samræmi við það."