22/11/2024

Sigurvissir spekingar

Keppendur í tippleik strandir.saudfjarsetur.is nú um helgina, þau Höskuldur Birkir Erlingsson og Guðmundína Arndís Haraldsdóttir, eru hvort um sig með eindæmum viss um að fara með sigur af hólmi. Gummó segir í sinni spá að hún stefni að því að ná 13 réttum, hún hlæi alltaf þegar Liverpool tapi og hún efist "stórlega um að Höskuldur vinni aftur". Höski er ekki síður sigurviss í sinni spá og gerir markvissa tilraun til að taka Gummó á taugum með loðnum uppljóstrunum um brot Gummóar á útivistarreglum eftir ball í Sævangi forðum daga. Þau eru ósammála um úrslit sex leikja á seðli helgarinnar. Hins vegar eru þau mjög sammála um ágæti fótboltafélagsins Manchester United sem þau hafa fylgt í gegnum súrt en aðallega sætt undanfarin ár. Hér fyrir neðan eru stórkarlalegar spár og umsagnir þeirra Gummóar og Höska:

1. Arsenal – Sunderland
 
Höski: Ég er ekki í nokkrum vafa um það að Arsenal vinni þennan leik og gleðji Jón ósegjanlega. Það er ekkert meira um það að segja. Tákn: 1.
 
Gummó: Ég er ekki í neinum vafa um thad ad Arsenal á eftir ad vinna thennan leik. Sunderland er bara búid ad vinna einn leik á thessu tímabili og ég hef enga trú á ad næsti sigur theirra verdi í thessum leik á móti Arsenal. Ég hef líka alltaf borid smá virdingu fyrir Arsenal lidinu (kann satt best ad segja betur vid thad heldur en Liverpool) og thess vegna segi ég og skrifa ad thetta verdur heimasigur. Tákn: 1.
 
+++
 
2. Newcastle – Birmingham
 
Höski: Leikmenn Newcastle hafa átt misjöfnu gengi að fagna, en!! Ég tel að þeir séu komnir á skrið. Með Owen og Shearer í framlínunni eru þeir hættulegir. Í þessum leik spila þeir við lið í neðri hluta deildarinnar. Þennan leik vinnur Newcastle. Tákn: 1.
 
Gummó: Aldrei hef ég verid hrifin af ensku KR köllunum og efast um ad ég verdi thad einhvern tímann. En hef thad thó á tilfinningunni ad Birmingham eigi ekki eftir ad ná med tærnar thar sem Newcastle verdur med hælana á laugardaginn. Held ad Owen setji einn eda tvo bolta í markid. Málin standa bara thannig fyrir Birmingham ad their eru í fallsæti og munu falla. Sorry guy´s. Tákn: 1.
 
+++
 
3. Blackburn – Charlton
 
Höski: Jamm, það er spurning. Charlton er búið að vera að spila alveg fantavel, en Blackburn stóðu sig alveg ágætlega gegn Chelsea. Ég var í vandræðum með þennan leik, en niðurstaðan var sú að tippa á heimasigur Blackburn. Tákn: 1.
 
Gummó: Thessi leikur býst ég vid ad fari í allar áttir og endi í algjöru rugli.  Mig langar rosalega mikid ad vedja frekar á Charlton en thar sem Blackburn er á heimavelli snýst mér hugur um úrslitin á hverri sekúndu. Ekkert annad ad gera en ad vedja bara á bædi lidin. Eitt stig fyrir hvort lid í thessari umferd. Tákn: X.
 
+++
 
4. West Ham – WBA
 
Höski: Ég hef fulla trú á leikmönnum West Ham, enda eru þeir að standa sig fanta vel. Minn maður Teddy Sheringham klikkar ekki á þessu. Enn einn heimasigurinn. Tákn: 1.
 
Gummó: Hef vodalega lítid ad segja um thennan leik. Reikna samt frekar med thví ad West Ham skori eitt eda fleiri mörk í markid hjá WBA og kannski eitt í sitt eigid mark. Hefur líka litid thannig út ad WBA gangi ekki svo vel ad halda boltanum frá sínu marki. Tákn: 1.
 
+++
 
5. Fulham – Man. City
 
Höski: Fulham sýndi góða spretti þarna um daginn þegar þeir tóku Liverpool í bakaríið. En Manchester City er á góðu róli núna og það er hiti í mannskapnum. Ég tippa á að Manchester City taki þetta. Tákn: 2.
 
Gummó: Ég held ad thetta verdi öruggur sigur hjá City í thetta skiptid, án efa útisigur. Andy Cole fyrrverandi United madur á ferdinni og ég er viss um ad hann á eftir ad hjálpa mér í thví ad fá einn réttan fyrir thennan leik. Tákn: 2.
 
+++
 
6. Portsmouth – Wigan
 
Höski: Þeir þarna undradrengirnir í Wigan eru á ótrúlegum spretti þessa dagana og er liðið dæmi um það sem er hægt að gera ef næst upp stemmning. Alla vega er ekki milljónunum fyrir að fara í þessu liði. Ætli liðið allt kosti ekki á við einn Frank Lampard eða svo. Tákn: 2.
 
Gummó: Ótrúlegt alveg hvad Wigan er ad gera góda hluti í deildinni thessa dagana. Ekki vanir ad gera jafntefli eda tapa thannig ad ég tippa á sigur theirra í thessum leik. Svo er Wigan líka bara flott nafn. Tákn: 2.
 
+++
 
7. C. Palace – Sheff. Utd
 
Höski: Ég veðjaði á sigur hjá Crystal Palace í síðustu spá. Þá voru þeir á útivelli en núna á heimavelli. Og Sheffield er í fyrsta sæti. Humm, þetta er dálítið erfiður leikur. Ég ætla að skjóta á það að Sheffield vinni þennan leik. Tákn: 2.
 
Gummó: Er svo rosalega ánægd med ad Crystal Palace vann Liverpool ekki fyrir svo löngu. Hlæ alltaf thegar Liverpool tapar. Ástædan fyrir thví ad ég spái heimasigri i thessum leik er sú ad mér finnst gaman ad fólki sem fær mig til ad hlæja. Tákn: 1.
 
+++

8. QPR – Reading
 
Höski: Þarna er spennandi leikur. Og ekki síður erfiður til að spá um. Reading klikkaði á því í síðustu spá minni. En eins og ég sagði síðast, þá hefur QPR alltaf haft smá tilfinningalegt gildi hjá mér, þannig að ég ætla að spá þeim sigri í þessum leik. Tákn 1.
 
Gummó: Hvad getur madur sagt, thegar stórt er spurt er fátt um svör. Tákn: X.
 
+++
 
9. Leeds – Preston
 
Höski: Ég held að Leedsararnir taki á því í þessum leik. Verður ekki Gylfi með??? Ef svo er, þá tækla þeir þetta drengirnir frá Leeds. Tákn: 1.
 
Gummó: Alltaf hefur mér fundist Leeds vera svona lid sem gerir alltaf jafntefli. Jafntefli var nákvæmlega thad eina sem kom upp í huga minn. Bædi lidin gerdu jafntefli í sídustu umferd og thrá sigur í thessum leik heitar en nokkud annad, thetta getur ekki endad med neinu ödru en jafntefli. Tákn: X.
 
+++
 
10. Hull – Watford
 
Höski: Jamm. Æji, þetta er svona einn af þessum leikjum sem er erfitt að spá um og maður fer bara eftir töflunni. Ég held að Elton John mæti á völlinn og syngi Watford menn í stuð. Tákn: 2.
 
Gummó: Hull á eftir ad tapa thessum leik. Hull – Watford = 0-2. Tákn: 2.
 
+++
 
11. Wolves – Norwich
 
Höski: Ég er nú pínulítið vonsvikinn með þá í Norwich. Ég hélt að þeir myndu standa sig betur eftir fallið en það verður ekki. Það er sagt að það sé erfitt að rífa sig upp eftir svona fall þannig að ég tippa á Úlfana. Tákn 1.
 
Gummó: Úlfarnir eru betri og held ad thad breytist ekkert á laugardaginn. Tákn: 1.
 
+++
 
12. Leicester – Southampton
 
Höski: Ég veðjaði á sigur hjá Leicester síðast en það gekk ekki eftir. Southampton eru sterkir núna, svo að það er erfitt að segja hvernig þetta fer. Ég ætla að tippa á jafntefli. Tákn: X.
 
Gummó: Southampton búnir ad vinna sídustu 2 leiki og ég held ad Leicester nái ekki ad halda theim aftur núna. Bædi lidin eru samt búin ad gera skuggalega mörg jafntefli á tímabilinu… reyndar flest hin lidin líka. Hugs, hugs…………….. ohh, ég á eftir ad klúdra thessum. Tákn: 2.
 
+++
 
13. Sheff. Wed. – Derby
 
Höski: Ohhh, þetta er svona leiðinlegur neðri deildar leikur. Þetta  verður jafntefli. Ekki spurning. Tákn: X.
 
Gummó: Thó svo ad midvikudagurinn sé kannski í uppáhaldi hjá Sheffield er ég alveg viss um ad their eiga eftir ad vera virkilega ánægdir med laugardaga í framtídinni ad leik loknum. Hef fulla trú á theim og vona ad their taki Derby í rassg…  (úbbs má kannski ekki segja svona ljótt)! Tákn: 1.
 
+++

Höski: Ja hérna!!! Nú var Jón slyngur. Nú heldur hann að ég fari mjúkum höndum um spána af því að það er kona í spilinu!!! O, nei, hvorki honum né Gummó verður kápan úr því klæðinu. Það verður barist til síðasta blóðdropa og ekkert gefið eftir. Ég verð ekki minna ákveðinn við Gummó núna, en þegar ég var að senda hana heim þegar hún var of lengi úti fyrir einhverjum árum síðan!! Nei, ég er bara að grínast, Gummó var aldrei of lengi úti… ja ekki nema þarna eftir ballið í Sæv……….  Nei, nei bara grín. Ég verð samt að viðurkenna að ég er pínulítið mjúkur gagnvart henni. Ekki vegna þess að hún sé kona, ó nei, heldur vegna þess að hún heldur með Manchester United. En annað hvort okkar verður að vinna og eða tapa, og það verður þá allavega Man. Utd. aðdáandi sem fer áfram. Að lokum óska ég Gummó góðs gengis og megi hún skora á einhvern góðan í næstu viku… hahahaha.
 
Gummó: Enginn leikur med Manchester United um helgina? Vid Höskuldur hefdum verid hjartanlega sammála í svoleidis adstödu en nú bíd ég bara spennt ad sjá hvort vid United addáendurnir vitum yfir höfud eitthvad um boltann. Ég stefni á 13 rétta og efast stórlega um ad Höskuldur vinni aftur.