Kór Hjallakirkju í Kópavogi heimsækir Strandir í dag og heldur tónleika í Hólmavíkurkirkju kl. 17:00. Efnisskráin er fjölbreytt, þarna syngur blandaður kór, karlakvartett og kvennakór, auk þess sem Gunnar Jónsson frá Einfætingsgili í Bitru og Árni Jón Eggertsson syngja einsöng. Stjórnandi kórsins er Jón Ólafur Sigurðsson og Timothy Knappett leikur undir á píanó. Miðar að tónleikunum verða seldir við innganginn. Meðlimir kórsins stefna á ánægjulegan dag á Ströndum, ætla að gefa sér tíma til að skoða Hólmavík og nágrenni, fara út að borða á Café Riis og gista eina nótt á svæðinu.