22/11/2024

Jarðir í Hólmavíkurhreppi seldar

Svæðisútvarp Vestfjarða greindi frá því í dag að jarðeignafélagið Lífsval hefur keypt tvær jarðir í Hólmavíkurhreppi, eyðibýlin Arngerðareyri og Brekku í Langadal. Í frétt Svæðisútvarpsins kemur fram að Ingvar Karlsson, einn forsvarsmanna Lífsvals, segir að ætlunin sé að skipuleggja landið undir sumarbústaðabyggð enda sé um kjarrlendi að ræða. Þá sé ætlunin að gera upp gamla íbúðarhúsið á Arngerðareyri sem er byggt af steini og í mikilli niðurníðslu. Kaupverð jarðanna er ekki upplýst. Lífsval ehf er félag á sviði eignaumsýslu og landbúnaðar með aðsetur á Akureyri og hefur fest kaup á jörðum víða um land undanfarið.