04/11/2024

7. bekkur í Skólabúðum á Reykjum

Nemendur í 7. bekk Grunnskólans á Hólmavík dvelja nú í viku dagskrá í skólabúðunum í Reykjaskóla taka nú þátt í glæsilegri. Námi og leik er blandað saman, íþróttir og sund eru mikið stunduð, fjöruferðir og fræðst um undraheim auranna. Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna er heimsótt, farið er í vermannaleiki og þar stendur sem kunnugt er stolt Strandamanna, Hákarlaskipið Ófeigur, og nýtur verðugrar athygli. Auk nemenda frá Grunnskólanum á Hólmavík eru á staðnum nemendur frá Grunnskólanum á Drangsnesi, Grunnskólanum í Grímsey og Glerárskóla á Akureyri.

Frjálsir tímar í Bjarnaborg eru vel nýttir í borðtennis, billjard, þythokkí, kaplakubba, spil, lestur, spall eða bara hvíld. Nokkrar myndir frá dvölinni má finna hér: http://www.strandabyggd.is/grunnskolinn_myndasida/72/.