22/12/2024

30 keppendur af Ströndum á Unglingalandsmót

HéraðsmótNú er skráningu á Unglingalandsmótið sem fram fer á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina lokið og alls fara 30 keppendur af Ströndum á mótið á vegum Héraðssambands Strandamanna. Er það ágæt þátttaka og er gaman að sjá hvað foreldrar eru duglegir að fara með
börnin. Nú er í fyrsta sinn keppt í mótorkrossi á Unglingalandsmóti og
mun HSS eiga tvo keppendur í því. Barnamót í frjálsum íþróttum var haldið í Sævangi á dögunum og fór vel fram. Þetta kemur fram á www.123.is/HSS