22/12/2024

Litlu jólin og jólatónleikar á Hólmavík

Tónleikar Tónskólans verða haldnir þriðjudaginn 13. desember klukkan 19:30 í Hólmavíkurkirkju. Þar koma nemendur skólans fram og flytja fjölbreytta dagskrá. Stjórnendur eru Vera Ósk Steinsen og Gunnur Arndís Halldórsdóttir. Litlu jól Grunn- og Tónskólans verða síðan fimmtudaginn 15. desember klukkan 13:00 – 15:00 í Félagsheimilinu. Þar flytja nemendur dagskrá á sviði og síðan verður gengið í kringum jólatréð. Jólasveinarnir mæta og hljómsveitin Grunntónn spilar. Allir eru velkomnir á báða viðburði.