24/12/2024

2020 – ár hinna miklu sviptinga

Árið 2020 hefur verið einkennilegt í meira lagi. Viðburðir og mannamót hafa verið meira og minna slegin af út af kórónaveirunni og menningarlífið og ferðaþjónustan í lamasessi. Samkomutakmarkanir hafa sett svip á mannlíf, bæði vorið 2020 og haustið.

Það má svo sannarlega segja að á slíkum óvissutímum sé allt tekið til endurskoðunar. Það á meðal annars við um vefinn strandir.is þar sem nýtt líf og breytt mun kvikna, fyrr en síðar. Gamli fréttavefurinn sem var á þeirri vefslóð frá 2004, heyrir hins vegar sögunni til.