02/11/2024

112 til að ræða við heilsugæslulækni á vakt

Á vefnum www.litlihjalli.it.is kemur fram að þann 15. febrúar síðastlðinn tók gildi samræmd símsvörun vakthafandi heilsugæslulækna á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, sem Heilbrigðisstofnunin á Hólmavík er nú hluti af. Allir íbúar á Vesturlandi, Ströndum og í Húnaþingi vestra nota nú númerið 112 allan sólarhringinn ef ná á sambandi við heilsugæslulækni á vakt. Almennar tímapantanir og önnur símaþjónusta verður með óbreyttum hætti. Sími á Heilbrigðisstofnuninni á Hólmavík á opnunartíma 9-12 og 13-16 er 455-5200. Lyfsalan á Hólmavík er opin frá 12:30 til 16:00.