22/12/2024

112 dagurinn á Hólmavík

112-dagurinn á Hólmavík tókst í alla staði ljómandi vel. Farið var af stað frá Rósubúð á farartækjum útkallsaðila og var ekið með ljósum og sírenum upp Höfðagötu, inn Kópnesbraut, upp Bröttugötu, út Borgabraut, niður Brekkugötu, út Hafnarbraut og tekinn Vitahallinn, haldið á út að Söluskála, farið þaðan niður í Lækjartún og Víkurtún. Svo var parkerað milli sundlaugar og samkomuhúss. Menn skoðuðu bílana og tækin úti á hlaði og síðan fór fólkið inn í samkomuhús þar sem kvenfélagið Glæður bauð upp á ókeypis kaffi og meðlæti.

Inni í sal var búið að setja upp sýningu á björgunarbúnaði Heilsugæslunnar, Rauða krossins, Slökkviliðsins og Björgunarsveitanna á Hólmavík og Drangsnesi. Fjöldi manns mætti á svæðið og höfðu menn mjög gaman að skoða og spá í búnaðinn.

Ljósm. Ingimundur Pálsson