22/12/2024

1. og 2. bekkur Grunnskólans skoðar fyrirtæki

Tveir yngstu bekkirnir í Grunnskólanum á Hólmavík voru í gönguferð í morgun um Hólmavík, þegar tíðindamaður strandir.saudfjarsetur.is rakst á þau. Að sögn krakkanna var markmiðið með ferðinni að kynnast og skoða fyrirtæki á staðnum og hvað menn væru að bardúsa þar innan húss. Var gönguferðin því þáttur í námi þeirra í grenndarfræðum. Börnin stilltu sér upp framan við Þróunarsetrið á Hólmavík og Steinhúsið til myndatöku og vakti sérstaka gleði þeirra þegar þau komust að því að Steinhúsið er 100 ára á þessu ári og töldu þau það umtalsvert tækifæri til hátíðahalda. 

1. og 2 bekkur

frettamyndir/2011/640-krakkar.jpg

Ljósm. Jón Jónsson