22/12/2024

1. bekkur búinn að unga út eggjunum sínum

Það er líf og fjör í Grunnskólanum á Hólmavík og nú eru nemendur 1. bekkjar búinn að vera með útungunarvél og landnámshænuegg frá Fiskinesi síðastliðnar 3 vikur. Þann 15. mars komu síðan 11 ungar úr eggjunum, nemendum og starfsfólki skólans til mikillar gleði. Hænuungarnir búa í fiskabúri í skólastofunni og er þetta hluti af náttúrufræðikennslu, en 1. bekkur er m.a. að læra um húsdýrin hjá Ástu Þórisdóttir kennara sínum.

1

Ingibjörg og Harpa Dögg með unga

bottom

Halldór Kári og Jón Valur með unga

Allur bekkurinn með unga – Ingibjörg, Harpa Dögg, Sigurgeir, Halldór Kári og Jón Valur

holmavik/grunnskolinn/425-ungar9.jpg holmavik/grunnskolinn/425-ungar6.jpg

Ungarnir eru 21 dag að klekjast út.

holmavik/grunnskolinn/283-ungar11.jpg

Ungi að skríða úr egginu – óskup lítilfjörlegur fyrst í stað

holmavik/grunnskolinn/425-ungar1.jpg

Það hefur verið vinsælt hjá öðrum bekkjum að fara í skoðunarferðir til 1. bekkjar síðustu vikur

holmavik/grunnskolinn/425-ungar7.jpg

Fannar hlustar á unga, áður en þeir komu úr eggjunum heyrðist tístið í þeim í gegnum skurninn

holmavik/grunnskolinn/425-ungar5.jpg

Landnámshænur eru litlar og harðgerar og í öllum regnbogans litum, einkum hanarnir

holmavik/grunnskolinn/425-ungar4.jpg

Fram, fram, fylking

Það er hlúð vel að ungunum og passað að þeir fái nóg að éta

Ljósm. Ásta Þórisdóttir