04/10/2024

Hægt að velja fram á hádegi á morgun

Val lesenda strandir.saudfjarsetur.is á Strandamanni ársins 2005 hefur staðið yfir síðustu tvær vikur. Fyrri vikuna fóru fram tilnefningar og þessa viku hefur verið hægt að velja á milli þeirra þriggja einstaklinga sem fengu flestar tilnefningar lesenda. Hægt er að taka þátt í valinu fram á hádegi á morgun (kl. 12:00) með því að smella á neðsta tengilinn í efri tenglaröðinni hér vinstra megin á síðunni og velja þar einn einstakling. Atkvæði eru ekki gild nema að með fylgi fullt nafn. Þetta er í annað sinn sem strandir.saudfjarsetur.is stendur fyrir vali á Strandamanni ársins en á síðasta ári hampaði Sverrir Guðbrandsson á Hólmavík titlinum Strandamaður ársins.