14/09/2024

Vortónleikar Kórs Átthagafélagsins

Vortónleikar Kórs Átthagafélags Strandamanna verða haldnir sunnudaginn 13. maí í Árbæjarkirkju og hefjast klukkan 16:00. Þar syngur kórinn undir stjórn Krisztinu Szklenár og einnig koma fram bræðurnir Gunnar og Sigmundur Jónssynir frá Gili. Píanóleikari er Judith Þorbergsson. Miðaverð er 1.800 kr. fyrir fullorðna, frítt fyrir börn 14 ára og yngri og vonast kórinn eftir að sjá sem flesta á tónleikunum.