23/04/2024

Vettvangsferð að Hvestu í Arnarfirði

Fjaran í HvestudalFrá því er sagt á vefnum bb.is að Náttúruverndarsamtök Vestfjarða munu efna til vettvangsferðar í Hvestu í Arnarfirði laugardaginn 30. ágúst. Leiðsögumaður í ferðinni verður Jón Þórðarson frá Bíldudal, en hann þekkir vel lífríki og náttúrufar á þessum slóðum. Safnast verður saman kl. 13.00 við Gallerie Dynjanda á Bíldudal og farið þaðan í Hvestu. Ferðin er tilvalin útivist fyrir alla fjölskylduna og börn á öllum aldri eru sérstaklega velkomin.

Mikil umræða hefur staðið að undanförnu um hugsanlega olíuhreinsistöð í Hvestudal í Arnarfirði, og hefur sitt sýnst hverjum. Náttúruverndarsamtök Vestfjarða vilja stuðla að upplýstri umræðu um þetta mál og hvetja því fólk til þess að mæta í þessa vettvangsferð og skoða náttúru Hvestudals og Arnarfjarðar með eigin augum.

bottom

Í Hvestudal – ljósm. Jón Jónsson

vestfirdir/580-hvestudalur3.jpg

Ketildalir – ljósm. Arnar S. Jónsson