30/03/2023

Vestfjarðavíkingar á Ströndum

Keppni sterkustu manna landsins um titilinn Vestfjarðavíkingurinn hefst fimmtudaginn 7. júlí á Hólmavík og stendur í þrjá daga. Fyrsta greinin fer fram við Galdrasafnið kl. 13:00 á fimmtudegi, en önnur greinin fylgir síðan fast á eftir á íþróttavellinum á Drangsnesi kl. 15:30. Þriðja keppnisgreinin þann dag fer fram í Heydal í Mjóafirði kl. 18:00. Keppnin dregur ávallt að sér fjölda áhorfenda, enda er gaman að sjá þessa einstöku kraftakarla reyna með sér í margvíslegum þrautum. Ellefu keppendur eru skráðir til leiks.