04/10/2024

Velheppnuð leikferð

Leikfélag Hólmavíkur fór um helgina í frækna leikferð um Vestfirði. Leikritið Með táning í tölvunni var sýnt á Patriksfirði, í Bolungarvík og Súðavík og komu samtals um 130 manns að sjá leikritið. Ferðalagið tókst vel í alla staði og mikil gleði og glaumur ríkti í ferðinni sem um það bil 20 manns tóku þátt í. Allir skemmtu sér vel bæði leikendur, hjálparkokkar og áhorfendur. Lokasýning á leikritinu verður í Félagsheimilinu Árnesi í Trékyllisvík 16. júní klukkan 20:00. Myndir má finna á facebook síðu Leikfélags Hólmavíkur.

Leikferð

Einar Indriðason horfir skelfdur á súpudiskinn

Leikhópurinn leggur sig fyrir sýningu

frettamyndir/2011/640-leikferd4.jpg

Búið að stilla upp leikmyndinni í Súðavík

frettamyndir/2011/640-leikferd2.jpg

Textaæfing á Patreksfirði

Leikferð um Vestfirði – Ljósm. Jón Jónsson