28/09/2023

Vegurinn um Arnkötludal opnaður formlega

Nýi vegurinn um Arnkötludal verður opnaður formlega miðvikudaginn 14. október og hefst athöfnin kl. 15:00. Samgönguráðherra mætir á svæðið og klippir á borða á Arnkötludal og afhjúpaður verður skjöldur til minningar um að loksins sé komið bundið slitlag milli hringvegarins og Þingeyrar, Bolungarvíkur og Suðureyrar. Að því loknu verður gestum haldið samkvæmi í Félagsheimilinu á Hólmavík. Vegurinn er hluti af Djúpvegi nr. 61 og liggur á milli Gautsdals við Króksfjörð og Hrófár við Steingrímsfjörð. Með veginum styttist vetrarleiðin milli Hólmavíkur og staða á sunnanverðum Vestfjörðum, Vesturlandi, Suðvesturhorninu og Suðurlandi umtalsvert og nútímavegur leysir sumarvegi milli Reykhólahrepps og Stranda af hólmi.