01/12/2024

Vefsíða Café Riis opnuð

Búið er að opna nýja og glæsilega vefsíðu fyrir veitingastaðinn Café Riis á Hólmavík. Vefurinn er á slóðinni www.caferiis.is og er þar meðal annars að finna margvíslegar upplýsingar um staðinn, myndir og matseðil. Í tilefni af opnun vefjarins vilja nýir eigendur Café Riis nota tækifærið og þakka Hólmvíkingum og öðrum gestum staðarins frábærar viðtökur frá opnun staðarins nú í vor. Einnig vilja þeir þakka öllum sem lagt hafa hönd á plóginn við að gera opnunina að veruleika kærlega fyrir aðstoðina.