10/09/2024

Vaxtarsamningur Vestfjarða hefur styrkt 50 verkefni beint

Vaxtarsamningur Vestfjarða er nú á tímamótum og er í samningaviðræðum um endurnýjun, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Á undanförnum 3 árum hefur samningurinn styrkt beint 50 verkefni, á sviði sjávarútvegs, matvælaframleiðslu, ferðaþjónustu, menningar, menntunar, nýsköpunar og rannsókna. Til viðbótar við beina styrki í ákveðin verkefni hefur Vaxtarsamningur Vestfjarða unnið markvisst að rannsóknum og greiningum á þróunar og nýsköpunarverkefnum í samstarfi við fagaðila. Sumar rannsóknir hafa leitt af sér niðurstöður og viðskiptatækifæri sem verið er að skoða frekar og gert verður grein fyrir á komandi mánuðum. Þessa vinnu hefur Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða lagt fram sem framkvæmdaraðili samningsins, segir í tilkynningunni.

Verkefni  2006
Þjóðtrúarstofa
Sjávarútvegsklasi
Úttekt á samstarfsmöguleikum á Austur Grænlandi.
Námskeið í sýningargerð.
Vöruþróunarátak og námskeið 2006.
Þróun á þátttökutengdri ferðamennsku – sjóstangaveiði.
Sýning í Perlunni.

Verkefni 2007
Uppbygging þekkingar og þróunarsetra.
Þróun á vörumerki fyrir afurðir svæðisins.
Kræklingarækt
Þróun á þátttökutengdri ferðamennsku – sjóstangveiði.
Háskóli unga fólksins.
Dreifnám
Þróun og samstarf aðila varðandi fuglaskoðun og ferðaþjónustu tengt því.
Þróun minjagripa og handverk
Netmarkaðssetning – námskeið.
Meistaranám – úttekt.
Fiskvinnsluskóli – úttekt.
Efling fjarkennslu.
Staðbundinn ferðaþjónustuklasi á Ströndum.
Skíða og vetrarferðamennska – úttekt og greining.
Samstarfsverkefni ferðaþjóna á Flateyri.
Samstarfsverkefni ferðaþjóna á Suðurfjörðum og Vesturlandi.
Úttekt á möguleikum á loftslagsrannsóknarmiðstöð.
Myndun á virku tengslaneti athafnakvenna.

Verkefni 2008
Greining raforkuinnkaupa sjávarútvegsklasa.
Fóður og fjör – átak veitingastaða á landsbyggðinni.
Útgáfa safnabæklings.
Markaðsrannsóknir fyrir ferðaþjónustu.
Ímyndarverkefni fyrir Norðanverða Vestfirði.
Matarþing á Ísafirði – matartengd ferðaþjónusta.
Matarþing á Patreksfirði – matartengd ferðaþjónusta.
Fuglaskoðun – frekari þróun á ferðum fyrir erlenda ferðamenn.
Uppbygging vörumerkis fyrir sjávarafurðir.
Ren Ren  – Evrópskt samstarfsverkefni varðandi orkuframleiðslu jaðarsvæða.
Þróun á afþreyingu fyrir ferðamenn.
Frumkvöðlasetur – stuðningur við nýsköpun.
Nýsköpunarkeppni Vestfjarða
Sjávartengd ferðaþjónusta – forverkefni þar sem sótt verður um Evrópustyrki.
Uppbygging þróunar og þekkingarsetra.
Stuðningur við myndun samstarfsnets á sviði þorskeldis.
Open days – tengslanet og evrópsk samstarfsverkefni.
Samstarfsverkefni um þróun á nýrri afurð úr kalkþörungi.
Haggreiningar og haglýsingar fyrir Vestfirði – atvinnulífsgreiningar.
Skýrsla verkfræðinema um þróunartækifæri – sjávarútv., ferðaþj. og háskóli.
Greining nýsköpunartækifæra á sviði sjávarútvegs.
Lesfærni og íslenskunám aukið fyrir erlenda íbúa.
Úttekt á möguleikum umskipunarhafana á Íslandi og Vestfjörðum

Í ofangreind verkefni sem eru um 50 talsins hefur verið veitt fjármunum að upphæð rúmlega 50 mkr. og er meðaltalsstyrkur til verkefna um 1 mkr. Sjávarútvegs- og matvælatengd verkefni hafa fengið styrki upp á um 10 mkr., ferðaþjónustu- og menningartengd verkefni hafa fengið styrki upp á um 20 mkr., Mennta- og rannsóknatengd verkefni hafa fengið um 10 mkr. og önnur nýsköpunar og þróunarverkefni um 10 mkr.

Óvissa ríkir um framtíð samningsins, eins og margt annað, vegna núverandi efnahagsástands. Vonir standa þó að hægt verði að endurnýja samninginn til eins árs og framlengja svo til lengri tíma í lok árs 2009. Viðræður eru nú hafnar við Iðnaðarráðuneytið og áætlað að hægt verði að kynna niðurstöður þeirra í næsta mánuði.