04/06/2023

Vantar þig kökur fyrir jólin?

Árleg jólakökusala kvennakórsins Norðurljósa á Hólmavík verður haldin í anddyri Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík í dag, föstudaginn 11. desember og hefst kl. 13.30.
Á boðstólum verða tertur og kökur af ýmsu tagi og alls konar lagi, en eiga það þó allar sameiginlegt að bragðið er með besta móti.
Allur ágóði af kökusölunni þetta árið mun renna í orgelsjóð kirkjunnar á Hólmavík, sem hefur undanfarnar vikur verið að safna fyrir nýju orgeli með ágætum árangri.