10/09/2024

Útskurðarnámskeið á Hólmavík

Námskeið í tréútskurði verður haldið á Hólmavík um aðra helgi (29.-30. október). Um er að ræða grunnnámskeið sem Handverkshúsið stendur fyrir í samvinnu við Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Á námskeiðinu er tréskurðarlistin kynnt og farið stuttlega yfir sögu hennar og stefnu. Farið er yfir val á skurðarjárnum og öðrum þeim verkfærum sem er nauðsynlegt að hafa við höndina þegar skurðvinna hefst. Starfsaðstaða skurðarmanns, lýsing og hvernig á að beita skurðarjárnum, meðhöndlun þeirra, geymsla og brýnsla. Að minnsta kosti eitt verk verður unnið á námskeiðinu sem þjálfar vel huga og hönd. Þeir sem eru vanir eða hafa eitthvað fengist við útskurð fá flóknari verkefni.


Staður: Þróunarsetrið á Hólmavík, neðsta hæð.

Stund: laugardagur 29. 0któber kl 12-18 og sunnudagur 30. október kl 10-16

Leiðbeinandi: Friðgeir Guðmundsson  

Verð: 24.000.- (staðfestingargjald innheimt við skráningu)

  

Námskeiðið er haldið í samvinnu við Fræðslumiðstöð Vestfjarða en skráning er hjá Handverkshúsinu í síma 555-1212 eða á netfanginu namskeid@handverkshusid.is, í síðasta lagi 25. október.