19/03/2024

Undirbúningi fyrir sameiningu sýslumannaembætta frestað

Haft er eftir Kristínu Völundardóttur, sýslumanni á Ísafirði, á fréttavefnum bb.is í dag að undirbúningsvinnu við sameiningu sýslumannsembætta hafi verið frestað. Sýslumannafélagið hafi fengið tilkynningu um það frá ráðherra dómsmála. Kristínu þykir fólk hafa farið dálítið
fram sér í umræðu um fyrirhugaða sameiningu, því ekkert hafi verið byrjað að
ræða hvar þjónustuútibú hvers embættis yrðu, né hversu margir starfsmenn ættu að
vinna þar. Nefnd sem hafi átt að skoða sameininguna hafi ekki einu sinni verið tekin til starfa. Fram kom hér á strandir.saudfjarsetur.is nýverið að í skýrslu sveitarstjóra Strandabyggðar sem lögð var fyrir síðasta sveitarstjórnarfund var sagt að stöðugildum á sýsluskrifstofunni á Hólmavík myndi fækka um 2,5 og eitt starf verða eftir.