Categories
Frétt

Umsvif á balli á Café Riis í kvöld

Bjórhátíðin sem auglýst var á Galdrasýningunni í gær hér vefnum var gabb í tilefni af 1. apríl, eins og flestir hafa sjálfsagt giskað á þó nokkrir létu gabbast. Ýmislegt er þó um að vera á Ströndum um páskahelgina, í gær voru tónleikar með Margréti Eir á Hólmavík og í kvöld eftir miðnætti verður dansleikur á Café Riis með hljómsveitinni Umsvif. Á laugardag verður páskabingó norður í Trékyllisvík og opið hús í fjárhúsunum á Heydalsá við Steingrímsfjörð. Opið er á Kaffi Galdri alla daga um páskana frá 12-18 og er kjörið að skella sér á kaffihúsið eða krækja sér þar í dýrindis kjötsúpu.