05/10/2024

Um land allt í Árneshreppi


Tveir þættir sem teknir eru í Árneshreppi verða sýndir á næstunni í þáttaröðinni Um land allt sem er á dagskrá á sunnudagskvöldum á Stöð 2. Fyrri þátturinn verður nú á sunnudaginn og seinni þátturinn eftir viku. Þetta kemur fram á www.litlahjalla.is. Kristján Már Unnarsson fréttastjóri og Baldur Hrafnkell Jónsson myndatökumaður voru á ferð um Árneshrepp 12. október síðastliðinn og tóku þá viðtöl við fólk og myndir mjög víða í hreppnum. Þættirnir hafa verið vinsælir, en áður hafa m.a. verið sýndir tveir þættir um íbúa á Skjaldfönn, Laugalandi og Laugarholti við Djúp, en þeir bæir tilheyra nú sveitarfélaginu Strandabyggð.