11/09/2024

Tröllatunguheiði fær öllum bílum

Vegurinn um Tröllatunguheiði milli Hólmavíkur og Króksfjarðarness er nú fær öllum bílum, en hann var heflaður á dögunum. Vegurinn um Þorskafjarðarheiði er hins vegar aðeins fær fjórhjóladrifsbílum og verður enn um sinn. Unnið er að viðgerðum á veginum og gengur erfiðlega vegna bleytu og ekki verður hægt að hefla hann í bráð. Vegurinn um Steinadalsheiði milli Gilsfjarðar og Kollafjarðar er fær fjórhjóladrifsbílum samkvæmt vef Vegagerðarinnar en kunnugir fara stundum þar um á smábílum.

Á Steinadalsheiði eru á tveimur stöðum vöð yfir litlar ársprænur sem stundum eru grýtt og breytileg milli ára og eru þau helsta ástæðan fyrir fjórhjóladrifsmerkingunni.