14/10/2024

Tónlist fyrir alla á Ströndum

Þrír tónlistarsnillingar voru á Ströndum í gær til að spila fyrir grunnskólabörn á svæðinu, Pálmi Sigurhjartarson sem lék á píanó, Jóhann Hjörleifsson trommari og Guðmundur Pétursson gítarleikari. Haldnir voru tónleikar bæði á Borðeyri og Hólmavík og mættu skólabörn úr Árneshreppi og frá Drangsnesi einnig á síðarnefnda staðinn. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is var á staðnum í kirkjunni á Hólmavík og smellti af nokkrum myndum. Mikið fjör var á staðnum og börn og fullorðnir sungu hástöfum með tónlistarmönnunum, hvort sem sungin voru gömul íslensk þjóðkvæði, Selfoss er, eða Popplag í g-dúr.

Músík

atburdir/2007/580-tonlistalla5.jpg

atburdir/2007/580-tonlistalla3.jpg

atburdir/2007/580-tonlistalla1.jpg

Skólastjórarnir Victor á Hólmavík og Guðmundur á Drangsnesi syngja með

– ljósm. Jón Jónsson