08/10/2024

Tölvunámskeið á Borðeyri

Á morgun, föstudag kl 15:00, lýkur
skráningu á tölvunámskeið sem haldið verður á Borðeyri um helgina og er á vegum Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða. Námskeiðið er
ætlað fyrir þá sem nota tölvur á skapandi hátt í starfi eða til heimilisnota.
Farið verður í brot af því besta sem skrifstofupakkinn Office 2007 býður upp á.
M.a. að búa til glærur og dagatöl, prenta á límmiða og umslög, setja upp jólakort, vinna með töflur og fleira sem
forritin bjóða upp á. Kennt verður í Grunnskólanum á Borðeyri laugardag og
sunnudag kl 10-12 og 12:40 til 17. Hægt er að skrá sig á vef Fræðslumiðstöðvar
Vestfjarða
eða í síma 8673164.