09/12/2023

Tjaldurinn búinn að verpa

Þriðja daginn í röð er einstök veðurblíða á Ströndum og bæði menn og dýr nýta sér veðráttuna til að njóta lífsins. Tjaldurinn er búinn að verpa í Tungugrafarvogunum innan við Húsavík og einnig hefur frést af gæsarhreiðrum þar. Út við Kirkjuból liggja selir á skerjum og fuglalífið í fjörunni er fjölskrúðugt. Fréttaritarar strandir.saudfjarsetur.is voru á rölti úti í góða veðrinu með myndavélarnar í gær.

Tjaldstæði?

Tjaldurinn búinn að verpa í Tungugrafarvogunum

Eigandi eggjanna hnípinn á steini – í baksýn sjást Grænþúfuklettar og hvar gamli vegurinn liggur um Dauðaklifið – ljósm. Hafdís Sturlaugsdóttir

natturumyndir/580-tjaldur3.jpg

Það er líf og fjör í fjörunni

natturumyndir/580-tjaldur2.jpg

Það er gott að láta sólina baka sig

natturumyndir/580-selur.jpg

Selurinn liggur á flúrunum við Kirkjuból – ljósm. Jón Jónsson