25/04/2024

Þorrablót Átthagafélags Strandamanna

Þorrablót Átthagafélags Strandamanna verður haldið í Gullhömrum, Grafarholti í Reykjavík, laugardagskvöldið 17. janúar 2009. Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00. Veislustjóri verður Karl E. Loftsson, en á boðstólum verður hefðbundinn þorramatur ásamt saltkjöti og pottrétti. Á skemmtidagskránni verða Prímadonnurnar með Abba lögin, systurnar frá Melum í Árneshreppi koma og flytja nokkur lög og loks er fjöldasöngur undir öruggri stjórn Ragnars Torfasonar

Að borðhaldi loknu mun danshljómsveit Hauks Ingibergssonar, KLASSÍK, halda fólki á dansgólfinu með gömlu og nýju danslögunum. Miðaverð er 7.800.- og fer miðasala fram í Gullhömrum fimmtudaginn 15. janúar nk. frá kl. 17:00-19:00. Miðar verða seldir á dansleik eftir borðhald eða frá kl. 23:30 á 1.500 krónur.