Categories
Frétt

Þorláksmessutónleikar á Café Riis

Bjarni Ómar heldur sína árlegu Þorláksmessutónleika á Café Riis á Hólmavík miðvikudagskvöldið 23. desember. Þetta er í þriðja sinn sem Bjarni býður Hólmvíkingum og nærsveitungum upp á að eiga notalega stund í aðdraganda jólahátíðarinnar. Bjarni mun flytja tónsmíðar og texta eftir Bubba Morthens. Húsið opnar kl. 20:00, en tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 20:30 og standa til 21:55. Miðaverð er kr. 500 fyrir 8-14 ára og 1.000.- fyrir þá sem eldri eru. Ekki er tekið við greiðslukortum í miðasölu.