19/04/2024

Þjóðbrók og hitt hyskið vekja lukku

Sýningar Dúkkukerrunnar á leikritinu Þjóðbrók og hitt hyskið á Galdraloftinu á Hólmavík hafa vakið lukku. Tíu sýningum er nú lokið og verður næst sýnt á fimmtudagskvöldið 30. júlí, kl. 20:00. Í verkinu er fléttað saman nokkrum þjóðsögum af Ströndum, þar sem tröll, galdramenn, álfar og fleiri vættir koma fyrir. Handritið er unnið af leikhópnum, en í Þjóðbrók og hinu hyskinu leika mægður í þrjá liði, Sigrún Lilja Jónsdóttir og dóttir hennar Ásta Þórisdóttir, auk Silju og Báru sem eru dætur Ástu. Kolbrún Erna Pétursdóttir er leikstjóri.

Að sögn Ástu Þórisdóttur hefur aðsókn verið með ágætum og áhorfendur eru á öllum aldri. Dúkkukerran er rekin af Ástu og Lilju Sigrúnu Jónsdóttur og hefur leikhúsið áður sett upp þrjú leikverk, Sibbi svartálfur, Bangsi og Ævintýri í Mararþaraborg.

Næstu sýningar eru sem hér segir:

30. júlí, fimmtudagur kl. 20:00
6. ágúst, fimmtudagur kl. 20:00
7. ágúst, föstudagur kl. 20:00
13. ágúst, fimmtudagur kl. 20:00
14. ágúst, föstudagur kl. 20:00.

Hægt er að panta miða í s. 451-3525 og einnig er hægt að semja um aukasýningar fyrir hópa. Uppsetningin er styrkt af Menningarráði Vestfjarða og Barnamenningarsjóði.