Categories
Frétt

Þemadögum lýkur í dag með kaffihúsi

Þemadögum Grunnskólans á Hólmavík lýkur í dag með kaffihúsi og sýningu á því sem nemendur hafa verið að bardúsa við í vikunni, en starfandi hefur verið útvarpshópur, hönnunarhópur, dansflokkur, íþróttahópur, útivistarhópur, módelhópur og margir aðrir hópar sem ritnefnd kann ekki að nefna. Kaffihúsið og sýningin verður opið fyrir alla frá því klukkan tvö í dag. Þar verður músík og dans, tískusýning og síðan geta gestir rölt um skólann og skoðað afrakstur ólíkra hópa.