12/12/2024

Sýningunni Í lit að ljúka

Nú er farið að síga á seinni hlutann á listsýningunni Í lit þar sem verk eftir Marsibil Kristjánsdóttir eru sýnd á jarðhæð Þróunarsetursins á Hólmavík. Sýningin er aðgengileg á skrifstofutíma í Þróunarsetrinu og verður enn um sinn, en Listaháskóli unga fólksins fer fram í salnum í næstu viku, 8.-12. júní. Marsibil er einmitt einn af kennurum í Listaháskólanum, en hún kennir námskeið um myndasögugerð sem verður á mánudaginn 8. júní og stendur frá 9:00-15:15 eins og hin dagsnámskeiðin.