20/04/2024

Sviðaveisla í Sævangi um helgina

Árleg sviðaveisla verður haldin í Sauðfjársetrinu á Ströndum í Sævangi laugardaginn 21. október. Þessar veislur hafa verið vinsælar og vel sóttar síðustu árin enda mikil upplifun fyrir bragðlaukana. Á boðstólum verða heit svið, reykt og söltuð, heitar sviðalappir og ný og reykt sviðasulta. Blóðgrautur, ávaxtagrautur og frómas eru síðan í eftirrétt að þessu sinni. Skemmtiatriði, söngur og sprell verða einnig á dagskránni og að venju verður einnig spilað bingó! Veislustjóri verður hinn síkáti Miðhúsabóndi, Viðar Guðmundsson og ræðumaður kvöldsins verður Skagfirðingurinn og Strandamaðurinn Eiríkur Valdimarsson. Þá munu Kristín Einarsdóttir og Gunnar Jóhannsson í Hveravík sjá um tónlistaratriði.

Enn eru laus sæti á sviðaveisluna, en miðaverð er kr. 5.000.- Panta þarf miða í s. 693-3474 (Ester) í skilaboðum á fésbók eða saudfjarsetur@strandir.saudfjarsetur.is. Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00.