28/03/2024

Strandamenn ríða á vaðið með Fjallabræðrum

 Það verður mikið um dýrðir í Félagsheimilinu á Hólmavík föstudaginn 30.
mars kl. 18:00. Þá mætir Halldór Gunnar Pálsson kórstjóri Fjallabræðra á svæðið
til að taka upp söng Strandamanna í verkefni sem snýst um að fanga “rödd
þjóðarinnar” í lokakafla lags sem ber nafnið Ísland. Hólmavík er fyrsti
áfangastaðurinn í þessu mikla verkefni, en það mun spanna allt landið og miðin á komandi vikum. Söngkaflinn
sem um ræðir er einfaldur og fljótlærður og það tekur fólk stuttan tíma að læra
hann og taka upp. Strandamenn, ungir sem aldnir, eru hvattir til að fjölmenna í
félagsheimilið á föstudag til að taka þátt í þessu einstaka verkefni.