Categories
Frétt

Strandabyggð kynnt á súpufundi

Vikulegur súpufundur Þróunarsetursins verður í hádeginu í dag, fimmtudaginn 11. mars, á Café Riis á Hólmavík frá kl. 12:00 – 13:00.  Að þessu sinni er það Strandabyggð sem er til umfjöllunar og mun Ásdís Leifsdóttir kynna sveitarfélagið, þjónustu þess verkefni og stofnanir. Búast má við góðri stemmningu og fjörugum umræðum að venju. Eins og síðasta fimmtudag verður fundurinn sendur út í beinni útsendingu með netfundabúnaði sem allir sem áhuga hafa geta tengst við, úr þeirri tölvu sem þeir sitja við þá stundina. Allir eru velkomnir á súpufundina sem Þróunarsetrið á Hólmavík og Arnkatla 2008 standa fyrir.

Hægt verður að tengja sig inn á fundinn með því að smella á þennan tengil, www.strandir.saudfjarsetur.is/supufundir, og þar er einnig að finna upplýsingar um hvernig er gott að bera sig að við að tengjast fundinum.