Categories
Frétt

Strandabolti í Kórnum í Kópavogi

Í morgun, á öðrum degi jóla, kom saman hópur fólks og spilaði fótbolta í Kórnum í Kópavogi. Þar voru saman komnir Strandamenn og vinir þeirra og kunningjar. Þarna voru gamlir landsliðsmenn í fótbolta, Þróttarar (old boys), núverandi landsliðskona í fótbolta og margir fleiri. Það mátti sjá á frammistöðunni að sumir höfðu lagt sig full mikið fram við að raða í sig kræsingum síðustu daga og minnkaði það yfirferðin töluvert. Þó mátti sjá bæði gamla og nýja takta og allir voru heilir að leik loknum, sem er nú fyrir mestu. Strandaboltinn verður aftur á dagskrá eftir áramót, einu sinni í viku, og eru menn hvattir til að vera með.

Hópurinn allur