28/03/2024

Sparisjóður Strandamanna á súpufundi

Sparisjóður Strandamanna verður umfjöllunarefni á súpufundi Þróunarsetursins á Hólmavík og Arnkötlu 2008 í hádeginu í dag, fimmtudaginn 2. apríl, á Café Riis á Hólmavík. Þá mun Guðmundur Björgvin Magnússon sparisjóðsstjóri fara yfir sögu og starfsemi sparisjóðsins sem var stofnaður árið 1891. Sparisjóður Strandamanna er sameinaður af tveimur sparisjóðum á Ströndum, Sparisjóði Árneshrepps og Sparisjóði Kirkjubóls- og Fellshreppa sem var lengst af með aðsetur á Kirkjubóli í Kirkjubólshreppi hinum forna. Allir eru velkomnir á fundinn og eins og venjulega verður dýrindis súpa á boðstólum.