Categories
Frétt

Spámiðill, dáleiðsla, lífheilun og bowen á Hamingjudögum

Það verður mikið um að vera á Hamingjudögum á Hólmavík um næstu helgi, en meðal þeirra sem verða við störf á svæðinu eru Hrönn Friðriksdóttir spámiðill og Brynjólfur Einarsson sem ætlar að bjóða upp á bowen, lífheilun og dáleiðslu. Hrönn heldur úti heimasíðunni www.spamidill.com og þar segir: "Ég hef verið skyggn frá fæðingu, og hef haft spámiðlun að aðalstarfi síðan 2000. Þó ég sé skyggn einbeiti ég mér að þeim einstaklingum sem til mín koma. Ég legg áherslu á að skoða nútíð og framtíð, leitast við að finna út hæfileika og styrkleika hvers og eins, og hvernig best er að nýta þá. Ástarmál, vinna, fjármál, heilsa, fjölskylda og framtíð barna eru skoðuð svo dæmi séu tekin. Við vinnu mína nota ég kristalskúlu og blóma-, sígauna- og zenspil."

Hrönn ætlar að bjóða upp á styttri og ódýrari tíma fyrir gesti Hamingjudaga og verður með aðstöðu á Höfðagötu 7. Hægt er að setja sig í samband við hana gegnum netfangið hronn@spamidill.com eða í síma 861 2505.

Brynjólfur Einarsson ætlar að bjóða upp á bowen, lífheilun og dáleiðslu, á sama stað og sama tíma og Hrönn spámiðill. Síminn hjá Brynjólfi er 866-0007, en á heimasíðu hans, www.lifoglikami.is, segir: "Brynjólfur hefur áralanga reynslu í meðferð með Japönsku Shiatsu nuddi (þrýstipunktanuddi). 24. Janúar 2008 útskrifaðist hann sem Bowen tæknir. Árið 2005 hóf hann nám í Cranio Höfuðbeina og spjaldhryggsmeðferð og er kominn á 4. stig í því. Brynjólfur lærði einnig reiki árið 1997 og hefur þar meistaragráðu frá því árið 1999. Brynjólfur er einnig í transmiðilsþjálfun og hefur verið í transtilraunahóp síðan 1997."