30/03/2023

Sópað af götum

Á dögunum var Vegagerðin á ferð á Borðeyri og víðar um Strandir með sópinn góða til að hreinsa göturnar. Verið var að gera hreint fyrir sumarið, en eins og myndirnar bera með sér þá veitti ekki af. Víða má sjá þess merki þessa dagana að verið sé að hreinsa og laga til úti við eftir veturinn og þarf oft ekki mikið til að breyta umhverfinu verulega og gera það snyrtilegra.

Ljósm. Sveinn Karlsson