14/11/2024

Snjómokstursreglur í skoðun

Samkvæmt fréttavefnum www.bb.is hefur engin ákvörðun verið tekin um breyttar snjómokstursreglur á Djúpvegi eða á leiðinni um Strandir. Meðan annað hefur ekki verið ákveðið er sama fyrirkomulag á leiðinni um Strandir og var í fyrra eða daglegur mokstur þegar þörf krefur, segir Sigurður Mar Óskarsson hjá Vegagerðinni á Ísafirði. Á veginum um Arnkötludal sem opnaður var fyrir viku er einnig mokstur daglega enda fylgir hann Djúpvegi. Sigurður Mar segir þó að allt þjónustukerfið hjá Vegagerðinni sé í skoðun og mokstursreglur þar með. Fljótlega ætti að liggja fyrir ef einhverjar breytingar verða gerðar á þeim.