10/09/2024

Skólaslit á miðvikudaginn

Grunnskólanum á Hólmavík verður slitið á miðvikudaginn klukkan eitt. Skólaslitin fara að venju fram í Hólmavíkurkirkju. Ákveðið hafði verið að auglýsa skólaslitin ekki fyrr en ljóst væri hvenær einkunnirnar bærust úr samræmdum prófum, en prófin voru óvenju seint þetta árið vegna verkfallsins í haust. Að sögn Victors Victorssonar skólastjóra bárust einkunnir á rafrænu formi í dag og eru þær væntanlegar með pósti á morgun. Sex nemendur í tíunda bekk þreyttu samræmd próf þetta árið og munu því útskrifast úr skólanum á miðvikudag. Sjö nemendur voru úr vorskóla í vikutíma og munu koma í skólann í haust. Því er útlit fyrir að nemendafjöldi haldist nánast óbreyttur næsta skólaár.